Dalabóndinn í 19.sæti

0
1488

trabantiflugtakiRally Reykjavík hófst í gær en að þessu sinni kallast keppninShell VPower Rally Reykjavík 2012. Okkar maður Örn (Dali) Ingólfsson tekur þátt í keppninni að þessu sinni sem svo oft áður en aðstoðarökumaður hans að þessu sinni heitir Óskar Jón.

Samkvæmt heimasíðu keppninnar voru þeir félagar í 19 og næst síðasta sæti eftir fyrsta dag keppninnar sem fram fór í gær fimmtudag á tímanum 2:54:50 á Trabant 601.

í fyrsta sæti voru þau Hilmar Bragi og Dagbjört Rún á tímanum 1:46:41 á MMC Lancer Evo VI en Sigurjón Árni og Páll Kristberg ráku lestina á tímanum 3:04:12 á Subaru Legacy.

Fram kemur á vefsíðu keppninnar að dagurinn í gær hafi verið rólegur og átökin hafi verið geymd fyrir leiðir dagsins í dag og morgundagsins. Í dag fór keppnin fram fyrir austan fjall en ekki liggja fyrir úrslit dagsins í dag. Á morgun laugardag verður ekið um Borgarfjörð og Reykjanes að því að fram kemur á heimasíðuinniwww.rallyreykjavik.net.

Búðardalur.is mun gera sitt allra besta til þess að fylgjast með gengi Dalabóndans í keppninni og færa ykkur fréttirnar þegar þær berast.

Þess má geta að fljótlega verður birt viðtal hér á síðunni sem Búðardalur.is tók við Örn Ingólfsson síðla sumars.