Minkur í bæjarferð í Búðardal

0
1131

minnkurMinkur sást á ferðinni í skurði rétt fyrir neðan leiksvæðið við Auðarskóla í Búðardal í gær.

Minkurinn kom hoppandi eftir Borgarbraut í Búðardal og skellti sér svo ofan í skurðinn sem um ræðir.

Að sögn starfsmanna Sæfrosts sem staðsettir eru í gamla sláturhúsinu í Búðardal hefur ekki sést minkur þar í kring í nokkuð langan tíma.

Hér er þó staðfesting á því að þessi óboðni gestur er á sveimi í Búðardal.