Upprifjun frá liðnu þorrablóti

0
2634
hemmiraggi-630x319Þorrablót Laxdælinga í Dalabúð hafa löngum þótt góð skemmtun og hróður þeirra borist oft og tíðum langt út fyrir hérað.
Þarf ekki að tíunda allar þær kræsingar sem jafnan eru á svignum borðum og drykkjarföng af ýmsum uppruna sem væta hvurja kverk -heldur eru skemmtiatriðin héðan og þaðan,aðsend og heimasmíðuð,venjubundin og óvænt, vægin og óvægin, hnyttin og broslega kauðsk, grætileg og grátbrosleg.

Það er með öðrum orðum allra veðra von í skemmtanahaldinu. Fyrir 2 árum voru þeir Sigurður Sigurbjörnsson og Þorgeir Ástvaldsson veislustjórar á þorrablótinu og fengu með aðstoð tækninnar kveðju að sunnan og vestan. Til hliðar við sviðið á stórum skjá, birtust tveir gleðisveinar -báðir þjóðkunnir fyrir söng grín og gleði. Um áratuga skeið þvældust þeir um landið til að skemmta en vissu aldrei í raun hvert ferð var heitið. Það gerir ekkert til segja þeir -bara ef maður hittir á rétta gleðskapinn eða ballið.
Þetta eru þeir Raggi Bjarna og Hemmi Gunn, annar að sunnan ,hinn að vestan nánar tiltekið úr Dýrafirðinum. Svona létu þeir þegar þeir hittust til að leysa lítið verkefni …kveðja
til okkar á þorrablóti Laxdæla í Dalabúð 2013.
Það má geta þess að þetta var í síðasta sinn sem þeir Raggi og Hemmi sprelluðu framan við myndavél saman áður en hinn síðarnefndi féll frá.