1.386 undirskriftir afhentar ráðherra

0
1975
Sigurður Sigurbjörnsson afhendir Ögmundi Jónassyni dóms og kirkjumálaráðherra undirskriftirnar
Sigurður Sigurbjörnsson afhendir Ögmundi Jónassyni dóms og kirkjumálaráðherra undirskriftirnar
Sigurður Sigurbjörnsson afhendir Ögmundi Jónassyni dóms og kirkjumálaráðherra undirskriftirnar
Sigurður Sigurbjörnsson afhendir Ögmundi Jónassyni dóms og kirkjumálaráðherra undirskriftirnar

Nú í morgun var Innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni afhentar þær undirskriftir sem safnast hafa hér á síðunni frá því hún hófst þann 28.janúar síðastliðinn. Eftir að búið var að fara í gegnum allar undirskriftir og ganga úr skugga um gildi þeirra töldust þær vera 1.368 talsins. Ögmundur tók vel á móti okkur og veitti undirskriftalistunum viðtöku og sagði að málið yrði skoðað og farið yrði yfir það hjá ráðuneytinu.

Hann tjáði sig að öðru leiti ekki mikið um málið. Ögmundi voru einnig afhentir undirskriftalistar sem annar hópur stóð að en þeir listar lágu frammi á almenningsstöðum í Dalabyggð og nærsveitum. Alls skrifuðu um 790 manns sig á þá lista. Í framhaldi af þessu fór sveitarstjórn Dalabyggðar á fund ráðherra vegna málsins og komu sveitastjórnarmenn jákvæðir af þeim fundi.  Öllu því góða fólki sem lögðu þessu málefni lið með því að skrifa nafn sitt hér á síðuna eru færðar miklar þakkir og nú er bara að vona að tilstandið skili þeim árangri sem lagt var upp með. Frekari fréttir af niðurstöðu þessa máls má finna hér á síðunni um leið og einhverjar fréttir berast.

Vefmiðillinn MBL.IS  fjallaði um afhendingu undirskriftalistana nú í morgun. Sjá frétt MBL hér.

Vefmiðillinn Vísir.is fjallar um afhendingu undirskriftalistana nú í morgun. Sjá frétt Vísis hér.

Nokkrar ljósmyndir frá afhendingu undirskriftalistanna fengnar hjá www.visir.is

 

forsida

Frá aðstandendum undirskriftasöfnunar:

Það hljóta að teljast almenn og grundvallar mannréttindi að hafa lögreglu til taks á helstu þéttbýlisstöðum landsins. Í Dalabyggð hefur  verið lögreglumaður (staða lögreglumanns) í áratugi og hefur gildi hans og staðsetning sannað sig svo um munar oftar en ekki í gegnum árin. Umferð hefur aukist gríðarlega í gegnum Dali á liðnum árum meðal annars vegna tilkomu nýs vegar yfir Arnkötludal (Þröskulda) og því er það nú sem aldrei fyrr sem nauðsynlegt er að hafa staðbundinn lögreglumann á svæðinu. Sú ákvörðun Sýslumannsins í Borgarnesi að ætla að leggja niður EINA stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð er ekki aðeins vanhugsuð að okkar mati, heldur er hún aðför að öryggi íbúa á svæðinu og þeirra sem um svæðið fara.

Bágur fjárhagur  Sýslumanns Borgnesinga má ekki skerða almenn mannréttindi og öryggistilfiningu íbúa Dalabyggðar og nærsveita.

Það er ekki of sögum sagt að á niðurskurðartímum vill niðurskurðurinn bitna hvað verst á landsbyggðinni í alltof mörgum tilfellum. Í þessu tilfelli er ekki einungis verið að skera niður, heldur er verið að skera í burtu eina stöðugildi lögreglumanns sem Dalabyggð hefur haft á sínu svæði hingað til.

Lögregluumdæmi Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum er gríðarlega víðfemt og stórt svæði og er það mat þeirra sem að þessari undirskriftasöfnun standa að það sé á engan hátt boðlegt að hafa útkallsstöð lögreglu fyrir Dalabyggð staðsetta í Borgarnesi. Um er að ræða 80 km vegalengd milli Borgarnes og Búðardals ásamt því að yfir einn fjallveg er að fara (Bröttubrekku), sem á stundum yfir vetrartímann er lokuð vegna ófærðar.

Um leið og við ítrekum þá skoðun okkar að frekar þurfi að efla löggæslu í Dalabyggð frá því sem verið hefur er það ósk okkar að Innanríkisráðherra taki alvarlega til skoðunar þessa áköllun um að verja stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð og  vinna að því að staðbundin löggæsla verði í Dalabyggð í framtíðinni .

 

Öryggi  =  Mannréttindi