Land míns föður sýnd á RÚV

0
1188

olijoh-226x148Heimildamynd Ólafs Jóhannessonar, Land Míns Föður, verður frumsýnd í sjónvarpi í kvöld.  Heimildamyndin Land míns föður gerist í og við nágrenni Búðardals í Dalabyggð og fjallar um erfiða stöðu bænda á Íslandi í nútímasamfélagi. Grípum ofan í frásögn Ólafs

„Frá því að ég hóf að gera kvikmyndir hef ég ávallt ferðast út um hvipp og hvapp í leit að viðfangsefnum. Yfirleitt hafa þau haft einhverja erlenda skírskotun því „heimurinn og Ísland“ hefur verið mér hugleiknara en „Ísland“ eitt og sér. Ástæðan fyrir þessu er e.t.v. sú að oft sjáum við ekki út fyrir landsteina okkar og myndirnar mínar hafa verið hugsaðar sem auðgun á skilningi gagnvart öðrum menningarheimum og þar með sjálfum okkur. Síðast var ég á Filippseyjum að gera mynd og núna ætla ég á æskuslóðir mínar í Búðardal í vinnufélagi við gott fólk“

Heimildamyndin er eins og áður segir eftir Ólaf Jóhannesson en einnig er myndin eftir Guðna Pál Sæmundsson og Bjarna Felix Bjarnason. Klippingu annaðist Sigurður Eyþórsson en framleiðandi er Kristín Andrea Þórðardóttir. Hljóð var í umsjá Hjörvars Rögnvaldssonar. Þessi heimildamynd var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands & Menningarsjóði Vesturlands.

Eftir sýningu RÚV á heimildamyndinni verður hægt að horfa á hana hér á síðunni ásamt aukaefni sem ekki hefur verið sýnt áður.

Hægt er að heimsækja Poppoli Kvikmyndafélag Ólafs Jóhannessonar á heimasíðunni www.poppoli.is