Umferðarslys í Saurbæ

0
1257

Screen Shot 2015-12-17 at 05.49.03Fréttavefur RÚV greindi frá því nú fyrir stundu að alvarlegt umferðarslys hefði orðið í Saurbæ í Dölum. Einn erlendur ferðamaður mun hafa verið í bifreiðinni og var maðurinn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Fram kemur að slysið sé rakið til þess að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl.

Frétt RÚV um málið.

Sjá einnig frétt MBL um málið.