Vorið er komið (myndskeið)

0
1286

Screen Shot 2015-12-17 at 05.57.33Já það má með sanni segja að vorið sé komið í Dölunum. Nú um helgina eða laugardaginn 26.maí var kúnum á Rjómabúinu Erpsstöðum hleypt út í vorið í fyrsta skipti eftir langa inniveru í vetur.

Kýrnar fengu að leika lausum hala og sletta ærlega úr klaufunum eins og lög gera ráð fyrir. Það er ekki frá því að þegar horft er á myndskeiðið sem fylgir hér á eftir komi upp í hugann ódauðleg setning úr hinni frægu kvikmynd Dalalíf þar sem Daníel Ólafsson óðalsbóndi segir við Katrínu ráðskonu„Eru þetta ekki óvenju fjörugar kýr?“