
Hér er á ferðinni skemmtilegt viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson átti við Kristinn Jónsson frá Hallsstöðum á Fellsströnd. Kristinn er Dalamönnum að góðu kunnur en Kristinn bjó í yfir 50 ár í Dölum og starfaði við hin ýmsu störf ásamt því að vera virkur félagsmálamaður.
Einnig starfaði Kristinn í fjölda ára í sveitarstjórn Dalasýslu. Í viðtalinu sem Þorgeir Ástvaldsson átti við Kristinn svarar Kristinn meðal annars þeirri spurningu hvort að hann gæti hugsað sér að flytja aftur í Dalina.
Þetta er fyrsta viðtalið af mörgum sem tekin hafa verið við brottflutta Dalamenn og birt verða með reglulegu millibili hér á síðunni í sumar.