Gleðilegan þjóðhátíðardag

0
1251

17.juniMenningarvefsíðan Búðardalur.is  óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17.júni og vonar að dagurinn verði  öllum skemmtilegur og eftirminnilegur.

Samkvæmt því er fram kemur á Dalir.is verða hátíðahöld á 17.júní sem hér segir í Dalabyggð:

Safnast saman við Dvalarheimilið Silfurtún klukkan 13:00 en þar fá börnin fána og blöðrur.
Skrúðganga verður að mótsvæði hestamannafélagsins Glaðs þar sem hlé verður gert á dagskrá hestaþings sem stendur yfir nú um helgina.

Á reiðvellinum verður hefðbundin hátíðardagskrá.

Ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin við eða í reiðhöllinni.
Miðdegiskaffi verður síðan í Leifsbúð.

Hefðbundin 17.júní hátíðarhöld verða síðan í Saurbæ að vanda skv. Dalir.is