Háhyrningar sáust á Hvammsfirði

0
1423
Háhyrningar - Ljósm: Steina Matt
Háhyrningar - Ljósm: Steina Matt
Háhyrningar – Ljósm: Steina Matt

Fram kemur á vefsíðu KM-Þjónustunnar í dag að hvalir hafi sést á Hvammsfirði.  Haft er eftir Einari Jóni Geirssyni í Búðardal að háhyrningarnir hafi verið um 200 – 300 metra frá fjöruborðinu við Búðardal. Má það teljast mjög sjaldgæft að hvalir sjáist í Hvammsfirði en einnig er haft eftir Hilmari Óskarssyni í Búðardal á vefsíðu KM-Þjónustunnar að hann muni eftir að hafa séð hvali á Hvammsfirði þegar hann var barn.

Við leit á veraldarvefnum rákumst við þó á frétt á fréttavefnum mbl.is frá 15.júní 2004 en þar kemur fram að sést hafi til fjögurra háhyrninga við eyjuna Norðurey á Hvammsfirði. Fréttina á mbl.is má lesa hér.

Eins og vísað er til á vefsíðunni km.is er spurning hvort að hér sé kominn nýr möguleiki fyrir Dalamenn í ferðaþjónustu og hægt verði að bjóða uppá hvalaskoðunarferðír á Hvammsfirði í framtíðinni.

Meðfylgjandi ljósmynd tók Steinunn Matthíasdóttir í Búðardal.

Skoða fleiri ljósmyndir af háhyrningunum.