Eitt besta tjaldsvæðið er í Búðardal

0
1468

tjaldsvbudardalFram kemur í samantekt í nýjasta tölublaði DV að eitt besta tjaldsvæðið landsins sé í Búðardal og fær tjaldsvæðið alls 5 stjörnur hjá blaðinu. Fram kemur að stjörnugöfin hafi verið i höndum ferðalanga og lesenda síðunnar.

Í umsögn um tjaldsvæðið í DV segir „Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi númer 60. Aðstaða fyrir tjöld er góð. Runnar skipta tjaldsvæðinu í nokkur svæði svo allir ættu að fá skjólgott pláss.“ 

Verður að líta svo á að þessi útkoma sé mikið hrós fyrir sveitarfélagið og Freyju Ólafsdóttur sem rekur Leifsbúð í Búðardal en hún er umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Búðardal. Það mun því ekki fara illa um þá sem hafa hug á því að sækja Búðardal heim og nýta sér tjaldsvæðið helgina 6.-8.júlí næstkomandi þegar bæjarhátíðin „Er ég kem heim í Búðardal“ fer fram.

Kostnaður fyrir að dvelja á tjaldstæðinu í Búðardal er 750 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Þjónusta á tjaldsvæði | Mynd tekin úr tölublaði DVÁ tjaldsvæðinu er eftirfarandi þjónusta:

Klósett,
heitt og kalt vatn,
rafmagn,
sturta,
leiktæki,
3G
internet.