Kassabílarallý undirbúið af kappi

0
1144

kassabilarÞað voru vaskir krakkar sem stóðu í ströngu í Búðardal í gær við að undirbúa og standsetja ökutæki sín fyrir kassabílarallýið sem KM-Þjónustan í Búðardal stendur fyrir á bæjarhátíðinni „Er ég kem heim í Búðardal“ um komandi helgi 6.-8.júlí.

Um er að ræða fyrsta kassabílarallý KM-Þjónustunnar og eftir því sem Búðardalur.is kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem rallýkeppni sem þessi er haldin í Búðardal. Nú þegar hafa 10 lið skráð sig til keppni næstkomandi laugardag.

Ekkert aldurstakmark er í keppnina sem gerir hana enn skemmtilegri. Í auglýsingu um keppnina eru foreldrar, afar og ömmur sem og aðrir hvattir til að aðstoða unga ökuþóra með þátttöku og smíðar á ökutækjum.

Eftir klukkan 17:00 í dag þriðjudaginn 3. júlí geta keppendur komið með keppnisbíla sína í KM-þjónustuna og fengið faglega aðstoð við að leggja lokahönd á smíðina og finna út úr tæknilegum vandamálum.

Það er Hjörtur Vífill Jörundsson starfsmaður hjá KM-Þjónustunni sem tekur við skráningum í síma 868 2884.

Krakkarnir á meðfylgjandi ljósmynd eru f.v.; Daníel Rúnar, Emilía, María, Björgvin Rúnar og Ísak. Ljósmyndina tók Sigrún Sigurðardóttir.