Bæjarhátíðin hafin og boðið uppá kjötsúpu

0
1217

binnifanneyBæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ hófst formlega klukkan 15:00 í dag en þá hófst listasmiðja fyrir krakka úr grunnskólanum ogvar þemað „sveitin mín, bærinn minn“.

Blindrabolti hófst svo á sparkvellinum klukkan 17:00 og klukkan19:00 til 21:00 var kjötsúpa í boði á nokkrum heimilum íBúðardal. Klukkan 21:30 hófst svo kvöldvaka við Leifsbúð semstaðsett er við höfnina í Búðardal en kvöldvökunni lauk um klukkan 23:00.

Þó það kunni að hljóma andstætt því sem menn óski sér á bæjarhátíðum þá má segja að hátíðin hafi ekki getað byrjaðbetur en hún gerði í dag því um hádegi byrjaði að rigna en mikilþurrkatíð hefur verið í Dölum upp á síðkastið og því voru umræddir regndropar kærkomnir gestir.

Skemmtileg stemmning hefur myndast í bænum og hafa bæjarbúar keppst við að gera sitt allra besta til aðslá hvor öðrum við í skreytingum sem nær einnig til fyrirtækja í þorpinu.  Jafnvel hefur sést til nokkuðháttsettra manna í þorpinu styðja við betri helming heimilisins hátt uppi í tröppum við mjög erfiðar aðstæður.

Hjá því verður ekki komist annað en að minnast á skreytingu KM-Þjónustunnar í Búðardal fyrir bæjarhátíðina í ár en um er að ræða hvíta Mitsubishi Lancer bifreið sem er í eigu eins af eigendum fyrirtækisins en hennihefur verið komið fyrir við aðalgötu bæjarins en einnig blasir hún við þegar kíkt er í vefmyndavélina hér á síðunni. Bifreiðin hefur verið máluð með blárri og rauðri málningu og sett hafa verið á hana blikkljós. Einnigmá sjá viðgerðarmenn í kringum bifreiðina, einn sem klemmst hefur fastur í skottinu, annar sem liggur undir bifreiðinni og sá þriðji sem er fastur undir húddhlífinni.

km loggubillUppátæki starfsmanna KM-Þjónustunnar hefur vakið talsverða athygli og hefur fólk sem leið hefur átt hjá stoppað við bifreiðina og jafnvel látið taka ljósmyndir af sér við hana. Hlýtur þetta einnig að teljast kærkomin viðbót við löggæslu í Dölunum en með þessu uppátæki hefur tekist að draga verulega úr umferðarhraða i gegnum bæinn.

Brekkan 6.7.2012 1400

Þá er rétt að geta þess að tæplega 1400 ökutæki hafa ekið um Bröttubrekku síðastliðinn sólarhring en það er um 100 ökutækjum fleira en óku um Bröttubrekku um síðustu helgi en þá ókum ríflega 1300 ökutæki um Bröttubrekku á sama tíma.

Ljósmyndir frá þessu fyrsta kvöldi bæjahátíðar í Búðardal má finna hér, en myndirnar tók Björn Anton Einarsson ljósmyndari í Búðardal.

Sjá einnig ljósmyndir sem Steinunn Matthíasdóttir tók í dag.