Vestfjarðavíkingurinn 2012 krýndur í Búðardal

0
1400
Hafþór Júlíus Björnsson

 

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson

Vestfjarðavíkingurinn 2012 var krýndur í Búðardal síðastliðinn sunnudag 8.júlí en þar fóru fram síðustu tvær greinar keppninnar, Uxaganga og Steinatök. Titilinn í ár varði Hafþór Júlíus Björnsson en hann hefur sigrað í síðustu tveimur keppnum og hefur því sigrað þrjú ár í röð í Vestfjarðavíkingi en sama árangri náði Hafþór nú nýverið í keppninni sterkasti maður Íslands.  Hafþór sigraði fimm greinar af átta í Vestfjarðavíkingi og hlaut samtals 89 stig.

Fagradalströllið Stefán Sölvi Pétursson endaði í öðru sæti með 81 stig en hann hefur verið að ná sér eftir meiðsli. Þriðja sætið átti Georg Ögmundsson með 66,5 stig. Erfitt er að sjá fyrir sér hver það á að vera sem gæti velt Hafþóri af stalli nema þá að það yrði Stefán Sölvi en Hafþór er ógurlegur að vexti og burðum. Hafþór er rúmir tveir metrar á hæð og vegur um 193 kíló.

Umsjónarmaður og skipuleggjandi keppninnar var Magnús Ver Magnússon fyrrverandi sterkasti maður heims en hann hefur einnig unnið oftast í Vestfjarðavíkingi eða alls 9 sinnum. Líkt og áður sá Samúel Örn Erlingsson um þáttargerð um keppnina sem síðan verður sýnd í sjónvarpinu í vetur.

Úrslit í Vestfjarðavíkingi 2012 urðu sem hér segir:
1. Hafþór Júlíus Björnsson 89 stigStefán Sölvi Pétursson | Ljósm: Björn Anton Einarsson (Toni)

2. Stefán Sölvi Pétursson 81
3. Georg Ögmundsson 66,5
4. Ari Gunnarsson 63,5
5. Jón Þór Ásgrímsson 55
6. Þröstur Ólason 51,5
7. Páll Logason 51
8. Úlfur Orri Pétursson 48
9. Daníel Gerena 35
10.Skúli Ármannsson 27
11. Hannes Þorsteinsson 23
12. Andri  Reyr Vignisson 21,5

Að lokum þakka Dalamenn keppendum og öðrum sem stóðu að Vestfjarðavíkingi 2012 kærlega fyrir komuna og vonast svo sannarlega til að keppnin heimsæki Dalina aftur að ári.

Skoða myndasafn með ljósmyndum frá keppninni í Búðardal.