Þurfti að byrja með hauspoka í fyrsta leik

0
1125
Liðsmenn Bleiku Hrútanna
Liðsmenn Bleiku Hrútanna
Liðsmenn Bleiku Hrútanna

Þá er fyrsta keppnisdegi á evrópumeistaramótinu í mýrarbolta lokið og hafa Bleiku Dalahrútarnir gert tvö jafntefli og tapað einum leik, en fyrirliðinn og þingmaðurinn Ásmundur Einar þurfti þó að byrja með hauspoka í fyrsta leik.

Ástæða þess er vegna kæru liðsins Djöfull er ég fullur eins og greint hefur verið frá hér á síðunni og í öðrum fjölmiðlum. Samkvæmt því sem fram kemur á Facebook síðu Ásmundar hefur annars allt gengið vel hjá liðinu, veður er gott og margt fólk á Ísafirði.

Sendum strákunum okkar góða strauma vestur og vonum að fyrsti sigurinn líti dagsins ljós á morgun.