Ella ÍS119 hoppar upp um 700 sæti

0
3633
Feðgarnir Gísli og Baldur
Feðgarnir Gísli og Baldur

Það má með sanni segja að makrílveiðin gangi vel hjá útgerðarkóngum Dalanna þeim feðgum Gísla Baldurssyni og Baldri Þóri Gíslasyni þessa dagana. Þeir Gísli og Baldur gera einn af þremur bátum sínum ELLU ÍS 119 út frá Hólmavík og eru eins og fyrr segir á makrílveiðum um þessar mundir.

Fram kemur á vefnum www.aflafrettir.com í dag að Ella ÍS119 hafi stokkið upp um 700 sæti á listanum yfir aflahæstu báta undir 10 brúttótonnum sem er met í sögu þessa lista en þeir feðgar voru með 11,4 tonna afla í 6 róðrum. 

ellaholmavikNú nýverið settu þeir feðgar búnað um borð í ELLU ÍS119 sem notaður er við makrílveiðarnar en sjá má á meðfylgjandi myndskeiði hér fyrir neðan sem Baldur Þórir Gíslason tók hvernig þessi búnaður virkar í raun.

Áður en makrílveiðin hófst höfðu þeir feðgar verið á grásleppuveiðum og gert út frá Skraðsstöð á Skarðsströnd en myndskeið frá einni af löndun þeirra feðga við þá veiði má finna hér.

makrill

Ásamt Ellu ÍS119 gera þeir feðgar út bátana Hugrúnu DA1 og Stjörnuna DA7.