Útileguhátíð S.I.H.U. í Árbliki um helgina

0
1514

sihuNú um helgina 17. – 19.ágúst heldur Samband íslenskra harmonikuunnenda sína árlegu útileguhátíð að félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum.  Fram kemur á heimasíðu félagsins að dansleikir verði bæði föstudags og laugardagskvöld ásamt tónleikum sem verða á laugardaginn 18.ágúst.

Tónleikarnir á morgun hefjast klukkan 14:00 og að tónleikunum loknum upp úr klukkan 15:00 verður harmonikufélagið Nikkólína í Dalabyggð með kaffihlaðborð.

Það er því um að gera fyrir unnendur harmonikutónlistar að drífa sig í Árblik um helgina og njóta þess sem þar er í boði og sýna sig og sjá aðra.

Nánari upplýsingar um verð og annað er að finna á heimasíðu S.I.H.U. sem er www.harmonika.is