Ljárskógaréttir gengu vel

0
1522

ljarskogar2012_9Fyrstu réttir haustsins í Dölunum fóru fram síðstliðinn laugardag í ágætu veðri þegar réttað var í Ljárskógarétt. Þó var nokkuð svalt um morguninn þegar leitarmenn lögðu af stað á Ljárskógafjall en svo hlýnaði þegar leið á daginn skv. einum leitarmanna sem Búðardalur.is ræddi við.

Smalamennska gekk vel og réttirnar einnig. Var það mál manna að fé kæmi vænt af fjalli þetta haustið.

Sjá má ljósmyndir sem Björn Anton Einarsson tók í Ljárskógarétt hér fyrir neðan.