Óvenju stórstreymt í morgun

0
1203

hofninibudardalÓvenju mikið stórstreymi var í Hvammsfirði í morgun og mátti sjá öldurnar skella undan vindi á efsta hluta gömlu bryggjunnar í Búðardal og flæða yfir steypta hluta hennar.

Haustið 2006 varð stórtjón á hafnarsvæðinu sökum óveðurs og mikillar sjávarhæðar og skemmdist varnargarðurinn fyrir neðan Leifsbúð og bundið slitlag flettist af á stóru svæði.

Engar skemmdir urðu þó á mannvirkjum nú í morgun en það er ávallt sérstök sjón þegar svona háttar til. Björn Anton Einarsson var á ferðinni í morgun með ljósmyndavél sína og tók meðfylgjandi myndir.

hofninibudardal2