Sólargeislar heimsóttu Kjarlaksvelli

0
1035

Screen Shot 2016-01-07 at 21.55.12Meðfylgjandi ljósmynd tók Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í gær þann 11.febrúar þegar sú gula stóra kíkti þangað með geisla sína í heimsókn í fyrsta sinn á þessu ári.

Veðurblíða hefur verið í Dölum síðustu daga og ekki spillir fyrir að daginn er tekið að lengja og sólin hækkar sig smátt og smátt með hverjum degi svo tekið er eftir.

Það er því ástæða fyrir Dalamenn sem og aðra að brosa og gleðjast yfir því að birtan er í sókn og dagarnir lengjast hægt og rólega og ekki líður á löngu þar til náttúran fer að taka við sér.

Loftmynd af Dalasýslu | Landmælingar ÍslandsSé miðað við tölur frá Veður.is og tekið mið af deginum í dag í Stykkishólmi var birting klukkan 08:47 í morgun og sólris klukkan 09:4. Sólarlag verður klukkan 17:50 og myrkur skollið á klukkan 18:44 í kvöld.

 

 

jordin
Ljósmynd af jörðinni 12.2.2013, kl.15:23