Norðurljósadans í Dölum

0
1045

nordurljos2013-1Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarinn sólarhring um norðurljós, en skilyrði til þess að sjá þetta glæsilega sjónarspil náttúrunnar hafa verið með besta móti undanfarið og þar hafa Dalirnir ekki verið nein undantekning.

Norðurljósin eru orðin söluvara og ferðaskrifstofur keppast við að selja í svokallaðar norðurljósaferðir. Þar hafa menn fetað í fótspor Einars Benediktssonar stórskálds en hann er sagður hafa ætlað að selja mönnum bæði jarðskjálfta og norðurljós hér um árið.

nordurljos2013-2Spurningin er hins vegar sú hvort hægt sé að fá ferðamenn til þess að heimsækja Dalina í þeim tilgangi að horfa á norðurljósin? Því ekki það?

Miðað við þær stórkostlegu ljósmyndir sem Búðardalur.is fékk hjá Steinunni Matthíasdóttur ljósmyndara í Búðardal ætti það að vera vel raunhæfur möguleiki.

nordurljos2013-3Skemmtileg norðurljósaferð í Dalina gæti hafist á því að heimsækja Rjómabúið að Erpsstöðum og halda að því loknu að Eiríksstöðum með leiðsögn og móttöku. Þá væri hægt að fá stutta leiðsögn um Búðardal og nágrenni, t.d. skoða Hjarðarholtskirkju.

 

Norðurljós 2Að því loknu væri hægt að fara að Laugum í Sælingsdal í sund og skoða Byggðasafnið.  Að lokum væri hægt að enda daginn á nýja sveitahótelinu að Vogi á Fellsströnd og nota svo Fellsströndina til að skoða norðurljósin um kvöldið.

 

nordurljos2013-4Þeir sem hafa áhuga á því að skoða norðurljósin í Dölunum geta skoðað norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.