Leiðrétt kort af Búðardal

0
1660

LeidrettkortafbudardalÍ árbók Ferðafélags Íslands árið 2011 var Búðardalskort framarlega í bókinni. Eftir að hafa skoðað kortið kom Birgir Óskarsson í Búðardal auga á nokkrar villur í kortinu og voru þær síðar leiðréttar í samvinnu við kortahöfundinn.

Ferðafélag Íslands hefur ekki birt leiðrétt kort ennþá á sínum síðum til útprentunar en hér fyrir neðan má sækja kortið í PDF útgáfu og passar að prenta skjalið og klippa rétta kortið út og líma yfir röngu útgáfu kortsins í bókinni, fyrir þá sem hana eiga.

birgiroskarsVið þökkum Birgi Óskarssyni fyrir þessar upplýsingar og fyrir að senda okkur kortið.