Gleðilegt sumar

0
1092

gledilegtsumar2013Kæru Dalamenn og aðrir lesendur Búðardalur.is. Samkvæmt dagatali er sumardagurinn fyrsti í dag.

Þess vegna viljum við sem stöndum að menningarmiðju Dalanna þakka ykkur fyrir samfylgdina í vetur, og óska ykkur öllum gleðilegs sumars og við vonum að sumarið 2013 verði ykkur öllum sem allra best.

Ef þið eruð á ferðinni í Dölunum í sumar og getið bent okkur á frétt eða sent okkur ljósmynd af einhverju sem þið teljið eiga erindi til okkar þá biðjum við ykkur um að hafa samband í netfangið budardalur@budardalur.is eða í síma sem má finna hér á forsíðunni. Einnig ef þið eruð með efni sem hefur menningarlegt gildi fyrir Dalasýslu biðjum við ykkur um að hafa samband. 

Fyrir þá sem vilja rifja upp veturinn í myndum er bent á myndasafnið „Ein á dag“ en þar er hægt að fletta í gegnum ljósmyndir úr vefmyndavél okkar sem staðsett er í Búðardal en hún tekur ljósmyndir á hverjum degi klukkan 16:00. Þetta er skemmtileg leið til að sjá muninn á umhverfinu og veðrinu á sólarhrings fresti.

Gleðilegt sumar!