Á fjórða hundrað myndir í safnið

0
1074

traktor-erlaasgardiMenningarmiðju Dalanna hafa borist á fjórða hundrað ljósmyndir sem fengust að tilstuðlan (Arndísar) Erlu Ólafsdóttur í Ásgarði í Hvammssveit.

Ljósmyndir þessar eru flestar úr safni Einars Kristjánssonar fyrrverandi skólastjóra að Laugum í Sælingsdal en einnig úr safni Jóns Benediktssonar frá Miðgarði (Sælingsdalstungu).

Myndir þessar eru skannaðar „slide“myndir og um skönnun ljósmyndanna sá Kjartan Jónsson frá Breiðabólsstað í Miðdölum.

Um leið og við sem stöndum að Búðardalur.is þökkum öllum þessum ofangreindum aðilum fyrir hjálpina að gera menningarmiðju Dalannna enn verðmætari, hvetjum við aðra sem eiga ljósmyndir í fórum sínum og tengjast Dölunum að senda þær til okkar og taka þannig þátt í verkefninu.

Þeir sem telja sig þekkja þá aðila og staðhætti sem eru á ljósmyndunum eru vinsamlegast beðnir um að smella á hnappinn „Senda okkur upplýsingar um þessa mynd“ og fylla þar út upplýsingar og enda svo á því að skrifa nafn sitt og netfang ef það á við.

Hér fyrir neðan má fletta í gengum myndirnar, en einnig má skoða þær nánar og skrifa við myndirnar hér. Fara í myndaalbúm

[FAGP id=950]