Báðar sjúkrabifreiðar í útkalli

0
905

sjukrabifreidarSú staða kom upp nú í morgun að báðar sjúkrabifreiðar sem staðsettar eru í Búðardal voru kallaðar út og því engin sjúkrabifreið til taks sem stendur.

Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur hér á Búðardalur.is í kjölfar viðtals okkar við Karl Inga Karlsson yfirmann sjúkraflutninga í Dalasýslu, þykir þetta renna enn frekari stoðum undir þá kröfu íbúa og ábendingar þeirra sem að sjúkraflutningum koma í Dölum að vera þessara tveggja bifreiða sé í raun lífsnauðsynleg.

Ekki liggja fyrir ástæður þess að sjúkrabifreiðarnar voru kallaðar út í morgun.