Veghefill ók upp á fólksbifreið

0
1312

Screen Shot 2016-01-18 at 22.00.14Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki þegar að veghefli var bakkað uppá fólksbifreið skammt sunnan við bæinn Breiðabólsstað við rætur Bröttubrekku nú í morgun. Verið er að rífa upp klæðningu á stuttum vegarkafla á svæðinu og var hefillin við þá vinnu þegar óhappið varð.

Svo virðist sem veghefilsstjórinn hafi ekki séð fólksbifreiðina sem var á vesturleið og bakkaði hann því uppá bifreiðina og má sjá á meðfylgjandi ljósmyndum hvar tennur sem eru aftan á vegheflinum gengu í gegnum framrúðuna bílstjóramegin.

Screen Shot 2016-01-18 at 22.00.28Engin slys urðu á fólki sem fyrr segir en bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt með kranabifreið.