Haustfagnaður FSD 25.-26.okt 2013

0
1006

fsdlogoDagana 25 og 26.október 2013 fer fram haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Haustfagnaðurinn mun verða með hefðbundnu sniði líkt og verið hefur síðustu ár en dagskrá mun liggja fyrir innan tíðar.

Þó má nefna hönnunarsamkeppni FSD og ÍSTEX þar sem skorað er á hannyrðafólk að hanna eitthvað frumlegt og framandi úr íslenskri ull og leggja afurðina í hönnunarsamkeppnina í reiðhöllinni í Búðardal þann 26.október.

Einnig ber að minnast á ljósmyndasamkeppni FSD þar sem stjórn félagsins efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem leitað er eftir skemmtilegum ljósmyndum tengdum leitum, réttum og smalamennskum í Dölum. 

Því ættu allir að vera með myndavélina við höndina til að eiga möguleika á að festa skemmtilegt augnablik á mynd. Úrslit og verðlauna afhending í ljósmyndasamkeppninni verður síðan á laugardagskvöldið 26.október næstkomandi.

Sjá nánar í meðfylgjandi tilkynningu frá FSD.

HÖNNUNARSAMKEPPNI FSD OG ÍSTEX 2013 og ljósmyndak-1