Samtök um söguferðaþjónustu – Málþing

0
961

Screen Shot 2016-01-18 at 22.46.53Samtök um söguferðaþjónustu halda félagsfund og málþing að sveitahótelinu Vogi á Fellsströnd í Dalabyggð um helgina, eða þann 18. og 19.október.  Þá eru Dalamenn og lesendur Búðardalur.is sérstaklega hvattir til þess að mæta á málþingið á laugardeginum 19.október milli klukkan 11:00 og 15:00.

Samtök um söguferðaþjónustu  (SSF) voru stofnuð í maí 2006 að Þingeyrum í Húnaþingi af 18 aðlinum. Markmið samtakanna er að efla sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi og að vera samráðsvettvangur þeirra aðila er stunda slíka ferðaþjónustu. Samtökin leggja mesta áherslu á arfleifð íslenskra miðaldabókmennta, fyrstu aldir Íslandsbyggðar og miðaldamenningu.

Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú  eru alls um 80 félagar í samtökunum alls staðar af á landinu. Flestir eru fulltrúar sögustaða, sýninga eða safna sem m.a. leggja áherslu á að kynna sögu Íslands frá landnámi til siðaskipta fram til 1550. Aðrir eru með aukaaðild og má þar nefna sérfræðinga á sviði sögu, forleifafræði og  þjóðfræða,  ferðaskrifstofur, menntastofnanir á sviði ferðamála o.fl.
Samtökin um söguferðaþjónustu gefa út kynningarbæklinga á íslensku, ensku, þýsku og norsku og halda jafnframt úti heimasíðu á fimm tungumálum. Sjá: www.sagatrail.is  eðawww.soguslodir.is

Formaður SSF er Dalamaðurinn Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur sem jafnframt er formaður Ólafsdalsfélagsins í Gilsfirði.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast dagskrá málþingsins en þess má einnig geta að nú hefur einnig bæst við hópinn Einar Kárason rithöfundur og mun hann verða með í skoðunarferðinni og síðan mun hann verða með sagnaskemmtun um kvöldið þar sem hann segir frá skáldinu Sturlu Þórðarsyni.

Felfundur_malthing_SSF_2013