Framrúða rútu sogaðist úr í heilu lagi

0
1235

teitur1Veðurofsinn á Vesturlandi hefur ekki farið framhjá nokkrum manni í dag en veðrið byrjaði að versna um miðja nótt í Dölum og hefur verið slæmt í allan dag.

Svínadalur hefur verið lokaður í allan dag sökum ófærðar og stórhríðar og meðal annars komst skólabifreið sem sækir skólabörn í Saurbæ ekki leiðar sinnar.

Þá fékk rúta frá Hópferðabílum Teits Jónassonar sem stóð á bílastæði við íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal að kenna á óveðrinu en framrúða hennar sogaðist úr í heilu lagi og fauk 50 til 60 metra frá rútunni.

Starfsmenn KM-Þjónustunnar í Búðardal voru kallaðir til og komu rútunni í skjól í Búðardal.

teitur2