100 ár frá fæðingu Jóns frá Ljárskógum

0
1161

jonfraljarskogum2Í dag 28.mars 2014 eru 100 ár frá fæðingu Dalaskáldsins Jóns frá Ljárskógum.

Af því tilefni og í minningu skáldsins kveiktu aðstandendur Búðardalur.is á friðarkerti við minningarstein Jóns en steinninn er staðsettur neðan við Ljárskóga við þjóðveg 60.

Veðurguðirnir léku við Dalina í dag en logn var að mestu og sólin sýndi sig á köflum.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum hafa Búðardalur.is ásamt fjölskyldu Jóns efnt til uppákomu á þessum tímamótum og eru allir velkomnir í Dalabúð á morgun laugardaginn 29.mars klukkan 15:00 til 18:00.

Dagskrána má finna hér til hægri á vefnum.

Þá má hlusta á útvarpsþáttinn Á tónsviðinu á Rás 1 sem fram fór í gær en hann var tileinkaður Jóni frá Ljárskógum.

Hlusta á þáttinn.