Orðlausir yfir veglegri peningagjöf

0
953

sjukraflutningamenn_peningagjofEins og greint hefur verið frá hér á vefnum standa sjúkraflutningamenn í Búðardal fyrir söfnun á sjálfvirku hjartahnoðtæki sem nefnist Lúkas.

Umrætt tæki kostar í innkaupum um tvær og hálfa milljón króna. Söfnunin er nýlega hafin en hún er gerð með aðstoð Lionsklúbbs Búðardals sem heldur utan um fjárframlög til söfnunarinnar.

Það var svo í gær að kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Fjóla í Miðdölum óskuðu eftir því að fá að hitta sjúkraflutningamenn í Búðardal í hádeginu í dag.

Kvenfélagskonur mættu síðan á Heilsugæslustöðina klukkan tólf og afhentu þær fulltrúum sjúkraflutningamanna veglega peningagjöf til söfnunarinnar.

Upphæðin sem Kvenfélagið Fjóla gaf er ein milljón og fimmhundruð þúsund krónur og er þetta stærsta einstaka peningagjöfin sem Fjóla hefur gefið frá upphafi.

Sjúkraflutningamenn tóku brosandi við gjöfinni og vildu þeir koma á framfæri hér innilegu þakklæti til kvenfélagsins Fjólu og sögðust þeir orðlausir yfir þessari rausnarlegu gjöf.

Myndband frá afhendingunni má sjá hér fyrir neðan.