Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir gefur í söfnun

0
1063

skjoldurogfanneyKvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir hélt aðalfund sinn síðastliðið miðvikudagskvöld síðasta vetrardag.

Á fundinn voru boðaðir fulltrúar sjúkraflutningamanna í Búðardal þar sem þeim var afhent gjafabréf uppá 150.000 krónur sem leggst í söfnun fyrir sjálfvirka hjartahnoðtækinu Lúkasi.

Skjöldur Orri Skjaldarson og Sigurður Sigurbjörnsson tóku við gjafabréfinu fyrir hönd sjúkraflutningamanna frá kvenfélagskonum og héldu í kjölfarið stutta kynningu á búnaðinum sem er til staðar í sjúkrabifreiðunum.

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Skjöld Orra Skjaldarson neyðarflutningsmann og Fanneyju Þóru Gísladóttur varaformann Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur.

Sjúkraflutningamenn vilja þakka Kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur fyrir þessa rausnarlegu gjöf