Guðríður Guðbrandsdóttir 108 ára í dag

0
971

gudridurElsti núlifandi Íslendingurinn, Dalakonan Guðríður Guðbrandsdóttir er 108 ára í dag. Guðríður er fædd þann 23.maí 1906, hún er fædd að Spágilsstöðum í Laxárdal og bjó um áratugaskeið í Búðardal.

Foreldrar Guðríðar voru Guðbrandur Jónsson bóndi og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir. Guðríður var sjötta í röðinni í hópi 11 systkyna.

Eiginmaður Guðríðar var Þorsteinn Jóhannsson verslunarmaður en árið 1952 fluttust þau úr Búðardal suður til höfuðborgarinnar.

Þorsteinn lést árið 1985. Kjördóttir þeirra hjóna og lífsförunauta var Gyða Þorsteinsdóttir sem lést árið 2000. Fósturbörnin urðu tvö, þau Sigurður Markússon sem nú er látinn og Halldóra Kristjánsdóttir.
Fyrir rúmu ári síðan tókum við viðtal við Guðríði á heimili hennar í Furugerði í Reykjavík og birtum við viðtalið á afmælisdegi hennar fyrir ári síðan.
Þar sem við höfðum ekki tök á því að heimsækja Guðríði að þessu sinni birtum við hér fyrir neðan umrætt viðtal sem birt var í fyrra.
Við óskum Guðríði innilega til hamingju með 108 ára afmælið.