Skólaslit í Auðarskóla 2014

0
1229

skolastjoraskvettaSkólaslit Auðarskóla í Búðardal fóru fram miðvikudaginn 28.maí síðastliðinn en þann dag brugðu allir nemendur og kennarar á leik og gerðu sér glaðan dag.

Búin var til vatnsrennibraut með sápu neðan við leiksvæði skólanns þar sem nemendur renndu sér niður sápubrekku með miklum tilþrifum.

Sumum varð nokkuð kalt í fyrstu en það gleymdist fljótt í hita leiksins. Síðan að því loknu fór fram vítaspyrnukeppni milli kennara og 10.bekkinga. Eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd og í myndbandinu hér fyrir neðan fékk Eyjófur skólastjóri heldur kalda kveðju frá einum nemanda skólanns.

Þegar Eyjólfur var spurður að því skömmu eftir vatnsgusuna hver hefði skvett yfir hann vatni sagði Eyjólfur nafn nemandanns og sagði hann að um frábærann einstakling væri að ræða.

Það var því ljóst frá fyrstu stundu að ekki risti það djúpt þó svo að þessi afburða nemandi hefði gert skólastjóra sínum þennan grikk.

armanngrillar

Að lokinni vítaspyrnukeppni var grillað ofan í svanga maga og gerði Ármann Rúnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins Árbrúnar ehf og fulltrúi í foreldrafélagi Auðarskóla sér lítið fyrir og grillaði ofan í mannskapinn hamborgara og pylsur.

Síðan héldu nemendur til síns heima en mættu aftur klukkan 17:00 Í Dalabúð á skólaslit. Þar spiluðu nokkrir nemendur tónlist og Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri hélt ræðu.

Að því loknu var nemendum afhnentur vitnisburður þeirra eftir veturinn og afburðanemendur fengu verðlaun.