Sluppu ómeidd eftir veltu

0
1008

omeiddeftirveltuSegja má að þau hafi heldur betur sloppið vel erlendu ferðamennirnir tveir sem veltu bílaleigubifreið sinni á Ódrjúgshálsi við Djúpafjörð síðastliðið föstudagskvöld.

Samkvæmt heimildarmanni mun bifreiðinni hafa verið ekið fram af 10 – 15 metra háum kanti og hafnaði bifreiðin á hvolfi ofan í á.

Aðkoman að slysinu mun hafa verið ljót og ótrúlegt að ferðamennirnir skulu hafa sloppið jafn vel og raunin varð.

Sjúkrabifreið var kölluð til úr Búðardal vegna slyssins en ekki kom til að flytja þyrfti fólkið á sjúkrahús.

Ferðafólkið mun ætla að halda ferð sinni áfram á nýrri bifreið.