Sauðafellshlaupið 2014

0
959

saudafellLaugardaginn 21. júní klukkan 14:00 verður Sauðafellshlaupið 2014. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er frá Erpsstöðum eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585.

Á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið og það hlaupið þvert, niður að bænum Sauðafelli. Komið að þjóðvegi 60 á ný og hlaupið að Erpsstöðum á ný. Leiðin er ekki mjög erfið þó um helmingur hennar sé utanvegar eða eftir slóðum.

Útsýni er yfir sveitina og út Hvammsfjörðinn.  Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tekið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km.

Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð. Skrá þarf í gæsluna. Eftir hlaupið er býður Rjómabúið Erpsstaðir uppá kaffi og rjómaís.

Um kvöldið kl. 18:30 verður sameiginleg máltíð. Hver kemur með sitt og matreiðir og snæðir. Eftir kvöldmáltíð þá verður kvöldvaka, tónlist og sprell.

Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á facebook síðu Sauðafellshlaupsin.

Þátttökugjald er 1.000 kr. Hægt er að sækja þátttökumiða og greiða þátttökugjald gjaldið á Erpsstöðum á föstudeginum eða laugardeginum til kl 13:40.

 Nánari upplýsingar.