Lyngbrekka með mest meðalnyt

0
1412

lyngbrekkaEins og fram kom á fréttavefnum Skessuhorn í gær var kúabúið að Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum með mest meðalnyt allra kúabúa á Íslandi síðustu 12 mánuði.

Útreiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á þeim búum sem skiluðu inn skýrslum síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 mánuðinn á undan.

Útreiknuð meðalnyt árskúa á Lyngbrekku síðastliðna 12 mánuði var  7.955 kg.  En Lyngbrekkubúið var í öðru sæti í síðasta mánuði. Þessar niðurstöður er að finna í skýrslu nautgriparæktarinnar fyrir júlí 2014 en þessi skýrsla birtist á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Bændur á Lyngbrekku eru þau Sigurður B.Hansson og Bára H.Sigurðardóttir ásamt þeim Kristjáni Hans Sigurðssyni og Jenny Nilsson.

Haldið er úti vefsíðu fyrir búið að Lyngbrekku, www.lyngbrekka.is en þar kemur meðal annars fram að 160-170 nautgripir séu á bænum og þar af séu  60-70 mjólkurkýr.

Búðardalur.is óskar ábúendum að Lyngbrekku innilega til hamingju með þennan flotta og fyrirmyndar árangur.