Limur frá Leiðólfsstöðum styrkir Mæðrastyrksnefnd

0
1301

limurÁrið 2009 var stofnað félag sem ber heitið Skemmti- og ræktunarfélagið Limur, en félagið telur í dag um 70 félagsmenn.

Í 2.gr í lögum félagsins segir: Félagið er skemmtifélag skemmtilegra hestamanna um stóðhestinn Lim frá Leiðólfsstöðum. Aðal tilgangur félagsins er að hafa gaman saman og gera félagið að eftirsóttasta félagsskap í Íslandshestaheiminum. Einnig að koma Lim til æðstu metorða í viðskiptaheimi stóðhestanna.

Á heimasíðu félagsins segir að nafngift folans sé tilkomin vegna þess að hann hafi alltaf borið af jafnöldrum sínum í limaburði, hágengur og mjúkur.

Það orð fer af félagsmönnum í Lim að þeir séu manna gjafmildastir en nú hefur félagið ákveðið að styrkja Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin.  Í frétt frá 12.12.2014 á vefsíðu félagsins segir að reyndar hafi önnur stofnun sem bjargað hefur mörgum hestamanninum komið til greina sem styrkþegi en það mun vera SÁÁ. En Mæðrastyrksnefnd varð fyrir valinu og mun fá 300.000 krónur frá félaginu fyrir jólin.

Göfugt og fallegt af félagsmönnum Lims og öðrum til eftirbreytni fyrir jólin.

Hér fyrir neðan má finna vefsíðu félagsins ásamt myndbandi af Lim frá Leiðólfsstöðum.

Vefsíða Limsfélagsins