Hótel Ljósaland við Skriðuland í Saurbæ brann í nótt

0
1659

skriduland2-630x473Lögreglan í Borgarfirði og Dölum ásamt slökkviliði Dalabyggðar, Reykhóla og Hólmavíkur voru kölluð til að Hótel Ljósalandi við Skriðuland í Saurbæ í nótt vegna elds í hótelinu. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpssins ruv.is í dag.

Þar kemur einnig fram að lögregla hafi fyrst verið kölluð á staðinn vegna tilkynningar um mann sem gengi berserksgang við hótelið en í framhaldi af því hafi verið tilkynnt um eld í hótelinu og þá hafi slökkvilið verið ræst út.

Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í hádeginu í dag vegna málsins:

„Laust fyrir kl. fimm sl. nótt var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt að ölvaður maður gengi berserksgang við hótel Ljósaland í Dalabyggð og fór lögreglan áleiðis á vettvang.  Um hálftíma síðar var tilkynnt að kviknað væri í hótelbyggingunni og voru slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi þá kölluð út.  Einn maður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa kveikt í byggingunni og er hann í haldi lögreglu.  Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi.  Engir gestir voru í hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist.“

Sjá á logreglan.is

Tengdar fréttir:

Söluskálinn Skriðuland opnaður á ný í dag

Fréttir RÚV um málið í dag:

Búið að slökkva eld í hótel Ljósalandi

Eigandi hótelsins grunaður um íkveikju

Lögreglu var tilkynnt um berserksgang