Útkall hjá Björgunarsveitinni Ósk í kvöld

0
1406

Björgunarsveitin Ósk 1Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð fékk útkall í kvöld vegna konu sem sat föst í bíl sínum móts við bæinn Túngarð í Flekkudal á Fellsströnd.

Að sögn björgunarsveitarmanna var bifreiðin í raun ekki föst heldur sá konan ekki út úr bílnum sökum lélegs skyggnis og vissi þar af leiðandi ekki hvar hún var.

Konunni var komið til bjargar, snúið við og komið í skjól.

bj.sv.óskAð sögn björgunarsveitarmanns hvar mikill bylur í Dölum í kvöld og skyggni nánast ekkert á köflum. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar af Sigurði Bjarna Gilbertssyni og Viðari Þór Ólafssyni björgunarsveitarmönnum.

 

 

bj.sv ósk 2