Yfir 70% vega í Dalabyggð eru malarvegir (RÚV)

0
1920

10553375_10152340473103952_7408440267999992418_nÍ viðtali við Svein Pálsson sveitarstjóra Dalabyggðar á vef Ríkisútvarpsins kemur fram í frétt þann 19.apríl að yfir 70% vega í Dalabyggð séu malarvegir.

Þar er þess getið að umferð um Vesturland undanfarin ár hafi aukist og Snæfellsnes og Dalir séu að auka vinsældir sínar sem áfangastaður ferðamanna.

10486464_10152284654308952_9024040420934549192_nHaft er eftir Sveini að margir ferðamenn aki yfir í Dali um  Skógarstrandarveg á leið sinni frá Snæfellsnesi og sé sá vegur stórhættulegur með einbreiðum brúm og blindhæðum. Sveinn segir að ekki sé stafkrókur um framkvæmdir á malarvegum í Dalabyggð í samgönguáætlun og þarna hafi menn „sofið á verðinum ótrúlega lengi“.

 

Þá liggur fyrir að umferð erlendra ferðamanna í hópum í rútum og  á bílaleigubílum hefur stóraukist um Dali og hafa mörg óhöpp og slys orðið síðastliðin ár sem rekja má til ástands vega og þekkingarleysi ökumanna.

Hér má lesa fréttina á RÚV: http://ruv.is/frett/meira-en-70-vega-i-dalabyggd-eru-malarvegir