Flugvél í miklu lágflugi yfir Búðardal

0
1446

laflug1Íbúar Búðardals eru ekki vanir mikilli flugumferð í nálægð við þorpið þó stöku sinnum sjáist ein og ein flugvél á sveimi. Síðastliðinn laugardag þann 30.apríl hrukku þó nokkrir íbúar við þegar flugvél var flogið í miklu lágflugi yfir þorpið.

Flugvélinni var flogið til norðurs í átt að verslun Samkaupa við Vesturbraut og má sjá á einni af meðfylgjandi ljósmyndum hvar flugvélin ber við þak Mjólkurstöðvarinnar. Flugvélinni var síðan flogið yfir Auðarskóla í Búðardal og þaðan til vesturs út á Hvammsfjörð. Mun flugvélin síðan hafa sést lenda á flugvellinum á Kambsnesi.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Ingibjörg Jóhannsdóttir.

Árið 2014 fékk vefurinn sendar ljósmyndir sem teknar voru af flugvél í lágflugi við Búðardal en sú flugvél var með heimild til lágflugs vegna selatalninga en ekki er vitað hvort þessi vél var í einhverju sérstöku verkefni með heimild til lágflugs: Sjá gömlu fréttina hér