Fundu skotna seli í fjörunni neðan við Ljárskóga

0
1715

Gylfi Hallgrímsson fór ásamt barnabörnum sínum í fjöruferð þann 5.júní síðastliðinn fyrir neðan sumarhús hans í landi Ljárskóga.

Gylfi og börnin gengu fram á dauða seli í fjörunni og við nánari skoðun Gylfa kom í ljós að selirnir höfðu verið skotnir í höfuðið og skildir eftir. Ekki er vitað hverjir hér hafa verið að verki.

Gylfi birti meðfylgjandi ljósmyndir á facebook með eftirfarandi texta: Ljót aðkoma í Ljárskógafjöru skotnir og skildir eftir barnabörnin ekki ánægð með fjöruferð.