Hraðahindrun eða slysagildra?

0
2869

Hraðahindrun eða umferðareyja sem sett var á Vesturbraut á móts við verslun Samkaupa í Búðardal er ekki að virka sem skildi og spurning hvort tilraun manna við að draga úr umferðarhraða í gegnum þorpið hafi mistekist? Það sýndi sig enn í gær að til eru ökumenn sem virða ekki hraðahindrunina og aka öfugu megin við hana.

Ekki er langt síðan myndband náðist af vöruflutningabifreið sem ekið var nokkuð greitt í gegnum þorpið til vesturs og þegar hún kom að umferðareyjunni var henni ekið yfir á rangan vegarhelming framhjá umferðaeyjunni til þess að forðast þrengingu sem hlýst af eyjunni.

Búðardalur.is fékk í gær sent myndband sem náðist af annari vöruflutningabifreið sem ekið var í gegnum þorpið og var henni einnig ekið yfir á rangan vegarhelming framhjá eyjunni.

Einnig hafa verið mörg dæmi þess að bifreiðum hafi verið ekið yfir eyjuna og á umferðarskilti sem á henni er með tilheyrandi eignatjóni.

Sú spurning hlýtur því að liggja í loftinu hvort ekki þurfi að grípa til róttækari aðgerða fyrst þessi aðferð virkar ekki á ökumenn. Sem dæmi hefur verið nefndur sá möguleiki að gera hringtorg beggja vegna þar sem ekið er inn í þorpið.

Myndbandið af vöruflutningabifreiðinni frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.

Tengd frétt: Bara tímaspursmál hvenær verður slys