Viðtal við Ríkarð Jóhannsson frá Gröf

0
2846
Ríkarð Jóhannsson frá Gröf

Sumarið 2014 gengum við til fundar við Ríkarð Jóhannsson frá Gröf í Laxárdal í Dölum. Ríkarður eða Rikki í Gröf eins og hann er oftast kallaður af samferðafólki sínu er merkilegur maður, hann er á 91 aldursári nú árið 2017 og hélt því upp á 90 ára afmæli sitt í fyrra. Myndband sem gert var honum til heiðurs sökum þeirra tímamóta má einnig finna hér fyrir neðan, á eftir umræddu viðtali sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Rikka í Leifsbúð árið 2014 eins og fyrr segir.

Rikki er ótrúlega hress og er duglegur að hjóla og hreyfa sig og stundar spilamennsku af miklum áhuga og eldmóð með Harmonikufélaginu Nikkólínu í Dölum. Þar spilar Rikki bæði á trommur og svo einnig á hinn margrómaða saxófón. Með blæstri sínum í saxinn nær Rikki einstökum og fallegum hljóm sem stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason hafði meðal annars sérstakt orð á þegar Ragnar tróð upp í Dalabúð á þjóðhátíðardaginn 17.júní árið 2013 með Rikka og félögum hans.

Afmælismyndband sem gert var fyrir Rikka árið 2016: