Vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða?

0
3392
Samsett ljósmynd: Búðardalur.is
Samsett ljósmynd: Búðardalur.is

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var þann 22.ágúst síðastliðinn var meðal annars tekin fyrir á dagskrá fundarinns, vilja og samstarfsyfirlýsing þar sem fram kom að fyrirtækið Storm orka ehf áformi að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur fyrirtækið óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið varðandi skipulagsmál og fleira.

Þá kemur fram að fyrir liggi drög að vilja og samstarfsyfirlýsingu. Enginn sveitarstjórnarmaður kvaddi sér hljóðs vegna málsins en tillaga sem Jóhannes Haukur Hauksson oddviti las upp og var samþykkt einhljóða á fundinum hljóðar svo:

Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir Storm orku ehf en vísar málinu til umsagnar umhverfis og skipulagsnefndar.

Þann 1.ágúst síðastliðinn tóku nýjir eigendur við jörðinni Hróðnýjarstöðum í Laxárdal ásamt fjárstofini sem telur um 1000 fjár af fyrri eigendum þeim Einari Jónssyni og Drífu Friðgeirsdóttur sem seldu jörðina eftir tæplega tveggja áratuga ábúð.