Ljósmyndum af farartækjum í Dölum safnað

0
1747
Ljósmynd úr safni Jóhanns Á.Guðlaugssonar

Stofnaður hefur verið lokaður hópur á Facebook á vegum Búðardalur.is sem heitir „Gömlu D-númerin og farartæki í Dalasýslu“.

Þangað eru allir velkomnir sem eiga í fórum sínum ljósmyndir af ökutækjum sem bera gömlu D-númerin eða getað gefið upplýsingar og jafnvel sögur af ökutækjunum og skráningarnúmerunum sem bera bókstafinn D. Þá eru þeir sem eru meðlimir í hópnum hvattir til að bjóða öðrum sem gætu átt ljósmyndir eða gætu gefið upplýsingar um myndir að ganga í hópinn.

Ætlunin er síðan að birta þær ljósmyndir sem safnast í þessum hópi á Búðardalur.is

Facebook hópinn má finna hér.