Nú hefur opnað Kjörbúð þar sem áður var Samkaup Strax í Búðardal. Töluverðar breytingar fylgja þessari opnun, meira vöruúrval og hagstæðara verð er líklega gleðiefni fyrir íbúa og ferðalanga. Að vísu styttist opnunartími búðarinnar örlítið en gera má ráð fyrir að íbúar verði fljótir að aðlaga sig þeim breytingum.





Hér koma nokkur verðdæmi:
Laktósafrí léttmjólk – 215 kr.
Agúrka – 179 kr.
Smjörvi – 479 kr.
Lambhagasalat – 329 kr.
Rauðlaukur – 125 kr./kg
Margir hafa lýst yfir áhyggjum af svöngu ferðafólki sem hefur fram til þessa stoppað hér. Styttri opnunartíma og vöntun grills er það sem fólk nefnir helst. Búðardalur er svo heppinn að hér eru opnir tveir veitingastaðir á veturna sem vonandi taka við keflinu.






Vonandi verða þessar breytingar til þess að íbúar geta verslað nauðsynjavörur á betra verði heldur en áður hefur boðist.