Kjörbúðin opnar

0
4258

Nú hefur opnað Kjörbúð þar sem áður var Samkaup Strax í Búðardal. Töluverðar breytingar fylgja þessari opnun, meira vöruúrval og hagstæðara verð er líklega gleðiefni fyrir íbúa og ferðalanga. Að vísu styttist opnunartími búðarinnar örlítið en gera má ráð fyrir að íbúar verði fljótir að aðlaga sig þeim breytingum.

Búðargestir hlýða á nokkur orð við opnun. Mynd: Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld.
Gestum og gangandi var boðið uppá köku, kaffi, svala og buff. Mynd: Svanhvít Lilja
Ánægðir viðskiptavinir. Mynd: Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld.
Börn frá eldri deild leikskólans komu og sungu. Mynd: Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld.
Leikskólabörnin bíða. Mynd: Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir

Hér koma nokkur verðdæmi:
Laktósafrí léttmjólk – 215 kr.
Agúrka – 179 kr.
Smjörvi – 479 kr.
Lambhagasalat – 329 kr.
Rauðlaukur – 125 kr./kg

Margir hafa lýst yfir áhyggjum af svöngu ferðafólki sem hefur fram til þessa stoppað hér. Styttri opnunartíma og vöntun grills er það sem fólk nefnir helst. Búðardalur er svo heppinn að hér eru opnir tveir veitingastaðir á veturna sem vonandi taka við keflinu.

Þar sem áður var grillaðstaða er komið einskonar sjoppuhorn. Mynd: Svanhvít Lilja
Enn verða til pylsur og auðvitað er hægt að fá kaffi. Mynd: Svanhvít Lilja
Sérvörudeildin hefur minnkað og færst framar í búðina. Mynd: Svanhvít Lilja
Ásýnd búðarinnar hefur örlítið breyst. Mynd: Svanhvít Lilja
Uppröðun búðar hefur einnig breyst. Mynd: Svanhvít Lilja 
Ánægt starfsfólk, Emma og Urszula. Mynd: Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld.

Vonandi verða þessar breytingar til þess að íbúar geta verslað nauðsynjavörur á betra verði heldur en áður hefur boðist.