Viðtal við Jóhann Sæmundsson frá Ási

0
2729

Á fallegum degi í ágúst árið 2014 hittum við fyrir í Leifsbúð, Jóhann Sæmundsson frá Ási í Dölum. Jóhann er um margt merkilegur maður og er meðal annars síðasti landpóstur í Dölum og þó víðar væri leitað. Jóhann var landpóstur í Dalasýslu frá árunum 1956 til ársins 1965 þegar fyrirkomulagi póstdreifingar var breytt og farið var að senda póstinn með mjólkurbílum. Á þessum árum bjó Jóhann á Neðri-Brunná og Efri-Múla í Saurbæ.

Árið 1965 þegar bankaútibú Búnaðarbankans í Búðardal var stofnað hóf Jóhann störf þar sem gjaldkeri og starfaði þar í 30 ár. Jóhann og eiginkona hans Jarþrúður Kristjánsdóttir bjuggu í Ási frá árinu 1968 en búa í dag í Búðardal. Þetta og meira fróðlegt og skemmtilegt má sjá og heyra í viðtalinu hér fyrir ofan sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Jóhann í ágúst 2014.