Kristján Már með frábæra umfjöllun um Dali

0
2199
Kristján Már Unnarsson - Sjáskot af Visir.is

Enn á ný hefur hinn göfugi og galvaski fréttamaður Kristján Már Unnarsson heimstótt Dali og gert heimsókn sinni góð skil í þætti hans sem heitir Um land allt og sýndur er á Stöð 2.

Að þessu sinni heimsækir Kristján Már hinn þekkta Dalamann Svavar Gestsson sem leiðir hann um hinn svokallaða Gullna sögu hring eins og Svarar kýs að kalla hann. Svavar vill meðal annars koma á fót Sturlureit á Staðarhóli í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó.

Í viðtalinu við Kristján Má segir Svavar Gestsson meðan annars:

„Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt.

Frétt Kristjáns Más á Vísir.is má lesa hér.

Fréttina á Stöð 2 má horfa á hér.

Þáttinn í heild sinni má svo horfa á á Stöð 2 næstkomandi laugardag í opinni dagskrá Kl.15:15